top of page
Search

Hóppöntun frá Zýmé

Erum að ganga frá hóppöntun frá Zýmé. Sendu okkur línu ef þú vilt vera með í pöntun.


Celestino Gaspari hjá Zýme er einn ástríðufyllsti vínframleiðandi Venetó héraðs þótt víðar væri leitað. Í leit að fullkomnun hefur hann þróað nýjar leiðir sem skila ótrúlegum árangri.

www.zyme.it


Í þetta skiptið ætlum við að panta:


Harlequin IGP Veneto Rosso - Margslungið vín, samsett úr 17 þrúgum. Sennilega eitt allra besta vín Ítalíu enda vandfundin vín með hærri einkunn á Vivino, 4,7 störnur. Listaverð kr. 47.399


Amarone Classico Della Valpolicella - Amarone hefur notið mikilla vinsælda undafarin ár. Þetta er besta Amarone sem við höfum smakkað. 4,4 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 17.999


Kairos - án efa mestu gæði fyrir peninginn. Snilldar vín sem kítlar bragðlaukana. 4,4 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 12.099


Valpolicella Classico Superiore - Klassískt eðalvín. 4.0 stjórnur á Vivino. Listaverð kr. 6.399


From Black To White - Spennandi Hvítvín unnið úr rauðvíns þrúgum. 3,9 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 4.699


Lágmarks pöntun er 6 flöskur nema Harlequin sem er hægt að fá í stykkjatali.


Endilega sendu okkur línu ef þú vilt vita meira.




24 views0 comments

Comentarios


bottom of page