top of page

...eitt og annað

Search

Það er aldeilis mikið um að vera hjá okkar mönnum hjá VINUCI!

Við vorum að taka á móti nýrri sendingu af Sauvignon Blanc og Sparkling Rosé. Með nýrri sendingu koma þær núna í nýjum búningi og nýjum grípandi nöfnum 🥂 Sparkling Rosé heitir núna FLOREALE og Sauvignon Blanc er núna FRUTTATO

Einnig höfum við fengið til liðs við okkur Samkaup sem hefur hafið sölu á þessum geggjuðu áfengislausu vínum í öllum helstu verslunum Nettó 🥂🍾
13 views0 comments

Nú fer að líða undir lok uppskerutíma okkar manna á Norður Ítalíu.

Hver framleiðandi fyrir sig hefur mælt sætu-, sýru- og tannínstöðu vínberjanna og hafið uppskeruna á þann hátt sem hentar þeirra vínum best. Þetta en nú auðvitað ekki bara uppskera hjá þeim, heldur helgisiður sem þeir kalla Vendemmia. Það má kannski mest líkja þessu við smölunina sem við þekkjum svo vel hér á Íslandi. Allir bæjarbúar í uppsveitunum, ungir sem aldnir, ættingjar og vinir ganga saman að verki í uppskeruna. Á þessum tíma er ekkert annað sem skiptir meira máli. Nú bíðum við bara eftir að fá að smakka á afrakstri líðandi uppskeru..8 views0 comments

Erum að ganga frá hóppöntun frá Zýmé. Sendu okkur línu ef þú vilt vera með í pöntun.


Celestino Gaspari hjá Zýme er einn ástríðufyllsti vínframleiðandi Venetó héraðs þótt víðar væri leitað. Í leit að fullkomnun hefur hann þróað nýjar leiðir sem skila ótrúlegum árangri.

www.zyme.it


Í þetta skiptið ætlum við að panta:


Harlequin IGP Veneto Rosso - Margslungið vín, samsett úr 17 þrúgum. Sennilega eitt allra besta vín Ítalíu enda vandfundin vín með hærri einkunn á Vivino, 4,7 störnur. Listaverð kr. 47.399


Amarone Classico Della Valpolicella - Amarone hefur notið mikilla vinsælda undafarin ár. Þetta er besta Amarone sem við höfum smakkað. 4,4 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 17.999


Kairos - án efa mestu gæði fyrir peninginn. Snilldar vín sem kítlar bragðlaukana. 4,4 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 12.099


Valpolicella Classico Superiore - Klassískt eðalvín. 4.0 stjórnur á Vivino. Listaverð kr. 6.399


From Black To White - Spennandi Hvítvín unnið úr rauðvíns þrúgum. 3,9 stjörnur á Vivino. Listaverð kr. 4.699


Lágmarks pöntun er 6 flöskur nema Harlequin sem er hægt að fá í stykkjatali.


Endilega sendu okkur línu ef þú vilt vita meira.
24 views0 comments
1
2

Lífins vatn selur aðeins áfenga drykki til þeirra sem hafa til þess tilskilin leyfi skv. lögum nr. 75/1998 og reglugerðar nr. 828/2005

bottom of page