top of page
background.jpg

Vínin okkar

Þrjú af okkar bestu freyðivínum frá Borgo Molino. Um er að ræða vettvangsferð til Treviso héraðsins þar sem komið verður við í þremur frægustu Prosecco bæjunum.  Vínin eru ólík, einstök hvert á sínu sviði.

 

Öll vínin hafa hlotið gull verðlaun í sínum flokki í hinni virtu alþjóðlegu vínkeppni Mundus Vini en til að fá þau verðlaun þurfa vínin að fá að minnsta kosti 90 stig. Vínin hafa auk þess hlotið fjöldan allan af alþjóðlegum verðlaunum og viðurkenningum. 

 

Cartizze er það vín sem þeir bræður Pietro og Paolo Nardin, töframennirnir bak við Borgo Molino eru ákveðnir í að sé þeirra besta vín. Allar þrúgur eru týndar með höndunum í bröttum hlíðum við Cartizze smábæinn í Treviso. Vínið er frekar sætt og má í byrjun greina peru en svo opnast bragð-regnbogi enda er vínið margslungið og kemur á óvart.

 

09 Millesimato DOCG er það freyðivín sem er almennt álitið besta freyðivínið af okkar viðskiptavinum hér á Íslandi. Þrúgurnar eru týndar í hlíðum Valdobbiadene sem er sennilega frægasti bærinn í Prosecco héraðinu. Vínið er þurrt og ferskt og einstaklega bragðgott. Millesimato er svokallað árgangavín sem þýðir að framleiðandinn hefur fundið árgang sem er einstakur og eru allar þrúgurnar í víninu af þeim árgangi, í þessu tilviki árið 2019. 

 

Asolo Prosecco Superiore D.O.C.G.  Extra Brut kemur úr hlíðum Asolo bæjarins. Vínið er Extra Brut sem þýðir að það er mjög þurrt og hentar því vel þeim sem hafa vanist þurrari freyðivínum eins og Kampavínum sem eru oft frekar þurr. Vínið þykir vera í góðu jafnvægi og má finna epli og peru en líka gleði og hamingju eins og almennt þekkist með hin frábæru Prosecco freyðivín frá Treviso héraði Norður Ítalíu. 

 

Vettvangsferðin: 3 flöskur af frábæru Prosecco

13.899krPrice
  • 09 MILLESIMATO BRUT VALDOBBIADENE D.O.C.G

    ASOLO PROSECCO SUPERIORE D.O.C.G. EXTRA BRUT

    CARTIZZE VALDOBBIADENE D.O.C.G. DRY