top of page
background.jpg

Vínin okkar

Pakkinn inniheldur þrjár Prosecco Rosé frá Borgo Molino í fallegum viðarkassa. 

Prosecco D.O.C. Rosé Extra dry er framleitt eins og hefðbundið Prosecco úr Glera þrúgunni en útí það er bætt 15% Pinot Nero. Auk þess að gefa víninu hinn fallega bleika lit gefur Pinot þrúgan víninu skemmtilegan keim af dökkum berjum s.s. hindberjum og kirsuberjum. 

Motivo Rosé er unnið úr sömu þrúgum og Prosecco D.O.C. Rosé, þ.e Glera og Pinot Nero en til viðbótar er bætt við um 10%  af Raboso þrúgum. Raboso þrúgan er talin vera nefnd eftir orðinu Raboxo úr fornu tungumáli Venetó búa en orðið þýðir "Reiður" og er talið að þrúgan hafi hlotið þetta heiti vegna þess hver rammt það er á tungu í ungu víni. "Reiði" er samt ekki orðið sem kemur upp í hugann þegar þrúgunni er blandað í Motivo Rosé heldur þvert á móti gleði og hamingja því þrúgan gefur víninu skemmtilegt eftirbragð, smá sætu og aðeins meiri fyllingu.  Þá er flaskan einstaklega falleg, nánast kolsvört með djúp-bleikum miða.  

 

Rosépakkinn: 3 flöskur af eðal Prosecco Rosé

11.799krPrice
  • MOTIVO ROSÉ EXTRA DRY - 2 stk

    PROSECCO DOC ROSÉ EXTRA DRY - 1stk