top of page
background.jpg

Vínin okkar

Þrjú af okkar bestu gæða vínum frá Borgo Molino í fallegum viðarkassa. 

 

Um er að ræða tvær rauðvín, Serna 932 og Merum 922 og eina freyðivín, 09 Millesimato Valdobbiadene D.O.C.G. 

 

Öll vínin hafa hlotið gull verðlaun í sínum flokki í hinni virtu alþjóðlegu vínkeppni Mundus Vini en til að fá þau verðlaun þurfa vínin að fá að minnsta kosti 90 stig. Vínin hafa auk þess hlotið fjöldan allan af alþjóðlegum verðlaunum og viðurkenningum. 

 

Viðskiptavinir okkar hafa frá upphafi rifist um hvort vínið sé betra, Serna 932 eða Merum 922. Bæði vínin eru að unnin úr Cabernet Sauvignon þrúgunni og Merlot þrúgunni en þessum þrúgum er gjarnan blandað saman þar sem þær vega hvor aðra upp á einstakan hátt. Í Serna er auk þess bætt við Refosco þrúgunni en áður en hluti þeirra eru sólþurrkuð í 2 mánuði. Hin sólþurrkaða Refosco þrúga veitir víninu  sætan kirsuberjakeim í bakgrunni sem er einkennandi fyrir þetta vín. Bæði vínin eru svo geymd á frönskum eikartunnum í tvö ár. 

09 Millesimato D.O.C.G sem kemur úr hlíðum Valdobbiadene bæjarins í Treviso sem er sennilega frægasti bærinn í Prosecco héraðinu. Vínið er svokallað árgangavín. Ef vínbóndinn hittir á einstaklega góða uppsprettu eitt árið þá eru bestu þrúgurnar teknar til hliðar og búið til vín sem er eingöngu úr þrúgum þess árs og því víni gefið nafnið Millesimato ( komið af franska orðinu millésime sem þýðir "ár"). Í þessu tilfelli var það árið 2019 sem gaf þessa góðu uppskeru og eru viðskiptavinir okkar flestir á því að þetta sé sennilega besta Proseccóið frá Borgo Molino hingað til. 

 

Gæðapakkinn- Cru Serna 932, Cru Merum 922 og 09 Millesimato

15.899krPrice
  • SERNA ROSSO I.G.T., MERUM ROSSO D.O.C. & 09 MILLESIMATO BRUT VALDOBBIADENE D.O.C.G